Hvort sem það séu rólegar teygjur eða sveittur yoga tími þá er jógadýnan þinn helsti félagi í gegnum yogaflæðið. Rétt eins og hvert annað tól þá þurfum við að fara vel með yogadýnuna okkar og passa upp á að þrífa þær eftir hvern einasta tíma. En hvernig er best að þrífa jógadýnuna þína?
Eftir hverja æfingu
Við mælum með að nota hreint vatn og þurrka síðan dýnuna með mjúku handklæði eftir hvern einasta tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt eftir heita tíma eins og Hot Yoga og Pilates. Sviti, ilmolíur og ryk safnast upp á yfirborðinu og geta skemmt gripið á dýnunni með tímanum. Ef þú æfir á non-slip jógadýnu þá er þetta lykilatriði til að hún haldi gripi sínu.
- Notaðu: Hreint vatn og mjúkt handklæði.
- Aðferð: Þurrkaðu báðar hliðar og láttu dýnuna þorna áður en þú rúllar henni upp.
- Af hverju? Raki getur skapað umhverfi fyrir bakteríur og myglu.
- Gott ráð: Mundu að drekka vel, sérstaklega í heitum tíma. Vandaður vatnsbrúsi fyrir jógatíma ætti alltaf að vera með í för, og ef þú vilt endingargóðan kost þá er Art Of Balance vatnsbrúsinn frá Kurashi frábær kostur.
Djúpþrif (1–2 sinnum í mánuði)
- Blandaðu volgu vatni við smávegis af mildu sápuefni.
- Notaðu mjúkan svamp til að þrífa alla dýnuna.
- Skolaðu vel með hreinu vatni og þurrkaðu með handklæði.
- Láttu hana loftþorna alveg áður en þú geymir hana.
Þetta skaltu gera einungis ef þú ert að stunda yoga daglega eða 4-5x í viku.
Hvað skaltu FORÐAST?
- Sterk hreinsiefni: Þau skemma yfirborðið og non-slip eiginleikana.
- Olíur: Þær breyta yfirborðinu og draga úr gripi.
- Sturtu eða bað: Við mælum ekki með að setja dýnuna í sturtu eða bað.
- Beina sól: Getur upplitað dýnuna og skemmt efnið.
Geymsla & ending
Rúllaðu dýnunni lauslega upp og geymdu hana á þurrum stað. Ef yfirborðið er orðið slétt, hún farin að flagnast eða lykt situr eftir þrátt fyrir þrif, er kominn tími á nýja dýnu.
Vantar þig nýjan búnað?
Namaste jógadýnan okkar er úr hágæða efni sem er hannað til að endast. Skoðaðu úrvalið okkar ef þig vantar jógadýnu á Íslandi eða vandaðan 950ml vatnsbrúsa úr ryðfríu stáli.
