….

Um okkur

Við erum Emelía og Andrea, systur frá Reykjavík sem stofnuðum Kurashi til að gera gæða jógavörur aðgengilegar á Íslandi. Við erum báðar jógakennarar og vissum hversu erfitt það getur verið að finna íslenskt vörumerki sem býður upp á vandaðar jógavörur, án þess að þurfa að panta erlendis frá.

Markmið okkar

Markmið okkar er að bjóða upp á vörur sem styðja við þína jóga iðkun og heilbrigðan lífsstíl, stuðla að meðvitund og jafnvægi í öllu sem við gerum. Við leggjum áherslu á gæði, góða endingu og einfalda hönnun.

Framtíðarsýn

Við viljum að vellíðan og heilbrigður lífsstíll sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, ekki tímabundið átak eða tala á vigt sem þú þarft að „ná.“ Hjá Kurashi leggjum við okkur fram við að stuðla að lífsstíl sem snýst um jafnvægi og umhyggju fyrir andlegri og líkamlegri heilsu.

Listin Að Jafnvægi!

Þú finnur okkur á @kurashiyoga  á Instagram.